Other languages:

Sigurvegar í sumarleik SAMAN-hópsins 2010

Vinningshafi örsögukeppninnar sem var sumarleikur SAMAN-hópsins 2010 er Karen Helenudóttir. Karen sendi inn söguna Bostonferðin mín og mömmu. Verðlaunin voru ekki af verri endanum, úttekt fyrir bensíni hjá Orkunni að upphæð 30.000.- og helgargisting fyrir alla fjölskylduna á Hótel KEA á Akureyri. SAMAN- hópurinn óskar Karen til hamingju með sigurinn og þakkar þeim sem sendu inn sögur í keppnina.

 

Söguna má lesa hér fyrir neðan.

Boston ferðin mín og mömmu

Ég og mamma fórum saman til  Boston =)   Þetta var verslunarferðin okkar

Við gistum á Hilton hótel. Alla dagana fórum við að versla það var geðveikt gaman.Vinkona mömmu var með þarna á svipuðum stað hún var á bíl og fórum við einusinni saman að versla í stóru outlet. Ég og mamma fórum á Hardrock og í mall. Í mallinu var ostakökustaður, Cheesecakefactory. Þetta voru bestu ostakökur sem ég hef smakkað. Síðan löbbuðum við rosa langt að turni sem var mikið frægur. Turnin var á 52 hæðum og við fengum hellu í liftunni xD. Við fórum að skoða útsýnið á 51 hæð, og það náði eiginlega yfir allt Boston. Rosa fallegt.

Það var sól allan tíman þegar við vorum úti en átti að vera dembandi rigning svo við vorum frekar heppnar. Mér fannst líka notarlegt að vera á hótelinu, herbergið okkar  var mjög flott og rúmið mjög stórt sem ég var með alein mér leið eins og prinsessu :-)

Þegar við fórum á flugvöllin til að fara heim eftir 4 daga verð, þurftum við að bíða i 6 tíma til að fara í vélina. En um leið og við settumst inn í vélina og allir voru að spenna beltin var gerð tilkynning Flugmaður: kæru farþegar. Við vorum að fá fréttir um að eldgos var að byrja á Íslandi.

Ég og mamma vorum í sjokki. Það var sagt að það væri rosa mikil aska og hættulegt að leggja af stað fyrr en þeir vissu hvort það væri öruggt. Svo við biðum í vélini í 3 tíma, en ekkert gerðist. Loks var okkur vísað frá borði og við áttum að taka allan farangurinn okkar. En það var búið að loka öllu á flugvellinum og það var að koma miðnætti. Allir farðþegar sváfu á bedda á flugvellinum og okkur var mjög kalt því við vorum mjög þreyttar. Svo við biðum á flugvelinum í 22 tíma. Á meðan við vorum a flugvellinum kom dóphundur með löggum og einn flugfreyjan sem var íslensk var með stóran kassa, þau heldu að þetta var dóp en allt þetta var miskilninur en það var mjög gaman að sjá þetta fannst það pínu cool.  Við náðum ekki að sofa nema 4 tíma á tveim dögum. En að lokum komumst við heim, við vorum ROSA ánægðar og mjög þreyttar.  

Ég elska þessar minningu og vil deila með ykkur.

Karen Helenudóttir