Other languages:

Samverustundir kosta ekki krónu

Eitt af því sem SAMAN-hópurinn hefur lagt áherslu á í gegnum árin er að tími og samvera foreldra með börnum sínum og unglngum skipti miklu máli. Og rannsóknir hafa sýnt að samverustundir hafa forvarnargildi gegn áhættuhegðun og allir foreldrar vilja jú það sem er börnum sínum fyrir bestu.

Oft kemur þó upp í umræðunni um hvað fjölskyldan eigi að taka sér fyrir hendur saman og margir auglýsa ýmsa afþreyingu fyrir fjölskyldur. En oft má eiga góðar stundir saman án þess að til þess þurfi að kosta miklu. SAMAN-hópurinn hefur lagt sig fram um að safna ábendingum um það sem fjölskyldan getur fengist við án þess að kosta til þess krónu. Margar hugmyndir hafa birst í auglýsingum hópsins en jafnframt stendur til að safna hugmyndum inn í Fræðslubrunninn sem finna má hér á heimasíðunni. Hópurinn hvetur foreldra, börn og unglinga til að senda hópnum hugmyndir í bankann. Á leið sinni um netheima datt einn fulltrúi í SAMAN-hópnum inn á breska heimasíðu þar sem finna má tíu hugmyndir að skemmtilegum viðfangsefnum fjölskyldunnar sem kosta ekki krónu. Hlekk á síðuna má nálgast hér.