Other languages:

Samverustundir fjölskyldunnar - Hvað vilja ungmenni?

Forvarnardagurinn var haldinn í fimmta sinn miðvikudaginn 3. nóvember 2010 að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Rannsóknir og greiningu auk lyfjafyrirtækisins Actavis sem er sérstakur stuðningsaðili verkefnisins.

Skýrsla verkefnisins fyrir árið 2010 er nú aðgengileg á heimasíðu þess

Að venju fólst dagskrá Forvarnardagsins í verkefnavinnu í 9. bekkjum grunnskólanna. Tilgangur þeirrar vinnu er að fá fram sjónarmið unglinganna sjálfra, skoðanir þeirra og reynslu:• Hvað vilja unglingar gera oftar með fjölskyldum sínum?• Hvað geta þeir sjálfir gert til að stuðla að fleiri samverustundum innan fjölskyldunnar?• Hvað er það sem hvetur börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi?• Hver er ávinningurinn af því að drekka ekki áfengi á unglingsárunum að þeirra mati?• Hvaða stuðning telja þeir bestan í þeim efnum?