Other languages:

Samverudagatal fékk góðar viðtökur

Jóla- og áramótaátak SAMANhópsins í ár fékk góðar viðtökur. Um var að ræða dagatal þar sem hugmyndir að samverustundum fjölskyldunnar birtust á hverjum degi frá 1. desember fram til 1. janúar. Flestir fylgdust með dagatalinu í gegnum Facebook-síðu hópsins en jafnframt voru nokkuð margir sem komu við á heimasíðu hópsins.

SAMAN-hópurinn þakkar samfylgdina á liðnu ári og velunnurum fyrir styrki og stuðning við starf hópsins. Án þeirra væri enginn SAMAN-hópur.