Other languages:

SAMAN í sólinni

Þótt Íslendinga haldi sumardaginn fyrsta hátíðlegan í apríl er víðast hvar annars staðar á norðurhveli jarðar miðað við að sumar hefjist á sumarsólstöðum sem voru í gær, 21. júní. Veðrið leikur við landsmenn þessa dagana og allir landshlutar hafa notið sólar að einhverju leyti síðustu vikurnar.

Kjörorð SAMAN -hópsins í sumar eru Saman í sólinni. Foreldrar eru hvattir til að njóta sumarsins með börnum sínum og unglingum og verja tímanum saman. Sumarátakið verður kynnt í byrjun júlí og mun dagskrá helguð sumarátakinu fara fram á Akureyri.