Other languages:

Saman í 14 ár

Saman hópurinn er að hefja sitt 14. starfsár og ekkert nema tilhlökkun í herbúðum hópsins. Hópurinn vonast eftir áframhaldandi samstarfi við alla landsmenn í að efla forvarnarstarf í landinu. Það sem Saman hópurinn leggur fyrst og fremst áherslu á eru skilaboð til uppalenda því það eru þeir sem skipta mestu máli þegar kemur að forvörnum barna. Saman hópurinn hvetur foreldra til að gefa sér tíma með börnum sínum og njóti samverunnar sem vinir. Gleðjumst saman á nýju ári.Nánari upplýsingar um markmið Saman hópsins má finna: http://samanhopurinn.is/index.php?option=content&task=view&id=132&Itemid=104