Other languages:

SAMAN hópurinn tilnefndur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

SAMAN hópurinn tilnefndur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

SAMAN hópurinn hefur verið tilnefndur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Í frétt blaðsins í dag kemur fram að samfélagsverðlaunin séu veitt í fjórum flokkum og eru fimm einstaklingar eða samtök tilnefnd í hverjum flokki. Auk þess eru veitt ein heiðursverðlaun. Dómnefnd er skipuð þeim Gísla Marteini Baldurssyni, borgarfulltrúa, Hildi Petersen, stjórnarformanni SPRON,Kaffitárs og Pfaff, Svanfríði Jónasdóttur, bæjarstjóra á Dalvík, og Reyni Ingibjartssyni, formanni Aðstandendafélags aldraðra, en þau samtök hlutu samfélagsverðlun Fréttablaðsins í fyrra.