Other languages:

SAMAN hópurinn semur við Netvistun um nýja heimasíðu

Í byrjun apríl gekk SAMAN hópurinn frá samningi við Netvistun um gerð nýrrar heimasíðu fyrir hópinn.  Markmiðið er að vinna hratt og vel og stefnt er að því að koma nýrri síðu á vefinn um mánaðarmótin apríl /maí. Nýja síðan mun opna fleiri möguleika fyrir hópinn til að vinna að markmiðum sínum, m.a. munu áhugasamir geta skráð sig á póstlista hópsins.