Other languages:

SAMAN-hópurinn Í bítinu á Bylgjunni

Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi og fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í SAMAN-hópnum, var sprækur í morgun og fjallaði um sumarátak SAMAN-hópsins í viðtali í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni. Viðtalið má finna hér .

Geir fjallaði um mikilvægi foreldra í forvörnum og sérstaklega mikilvægi þess að foreldrar verji tíma með börnum sínum og unglingum. Einnig var fjallað um mikilvægi þess að börn og unglingar hefðu eitthvað við að vera yfir sumartímann og mikilvægi foreldrasamstarfs hvers konar, foreldraröltsins og samstarf foreldra almennt.