Other languages:

SAMAN-hópurinn fundaði á Bolludaginn

Mánaðarlegur fundur SAMAN-hópsins fór fram í Garðabæ mánudaginn 7. mars sl. sem jafnframt var bolludagur.

Margt var á dagskrá fundarins. Meðal annars ræddi hópurinn um skemmtanir fyrir unglinga á vínveitingarstöðum, áhyggjur af aukinni neyslu kannabisefna og umfjöllun í fréttum um E-töflur. Hópurinn lagði einnig línur fyrir næstu verkefni hópsins, sumarátakið og jóla- og áramótaátak hópsins sem unnið er að því að fjármagna þessa dagana.

Góður andi er í hópnum og fulltrúar tilbúnir í þau verkefni sem bíða á árinu sem miða að því að standa við bakið á foreldrum í forvörnum og uppeldishlutverkinu.