Other languages:

SAMAN-hópurinn á Facebook

SAMAN-hópurinn hefur sett upp síðu á samskiptavefnum Facebook og býður áhugasömum að tengjast síðunni. Hlekk á síðu hópsins má finna hér http://www.facebook.com/pages/edit/?id=111217778949470&sk=basic#!/pages/SAMAN-hopurinn/111217778949470?v=wall

Þessari síðu er ætlað að efla vinnu hópsins enn frekar í að fylgja þeim markmiðum sem hann starfar eftir:

-Að styrkja og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu, beina athygli foreldra að ábyrgð þeirra á uppeldi barna sinna og hvetja til jákvæðra samskipta fjölskyldunnar

-Að vinna gegn áhættuhegðun barna og unglinga með því að styðja við heilbrigðan lífsstíl og styrkja sjálfsmynd þeirra

-Að efla samtakamátt og samstarf þeirra sem vinna að forvörnum. Þeir sem standa að hópnum eiga það sammerkt að vinna á einhvern hátt með og fyrir börn og unglinga. Tengist sú vinna einkum forvörnum, uppeldi, menntun, meðferð og ráðgjöf

-Að vekja athygli á þeim hættum samfélagsins, svo sem áfengi, tóbaki og öðrum vímugjöfum, sem vinna gegn velferð barna og unglinga hverju sinni

Við bjóðum áhugasömum að tengjast síðunni og fögnum öllum ábendingum.

Bestu kveðjur,

SAMAN-hópurinn