Other languages:

SAMAN fundar á Akureyri

20.júní 2007Mánudaginn 11. júní fundaði SAMAN hópurinn á Akureyri.

Er það í fyrsta skipti sem SAMAN hópurinn fundar utan höfuðborgarsvæðisins. Að þessu tilefni var fundur hópsins óvenju langur og dagurinn nýttur til umræðu um starfsáætlun hópsins, fjármál og fleira, auk þess sem vinnuhópar gerðu grein fyrir stöðu mála.Það var Bryndís Arnars, forvarnarfulltrúi Akureyrarbæjar og fulltrúi í SAMAN hópnum, sem hafði veg og vanda að undirbúningi og bauð jafnframt upp á kynnisferð um Rósenborg - Möguleikamiðstöð, þar sem fundurinn var haldinn.