Other languages:

SAMAN fær styrk frá Velferðarráðuneytinu

Velferðaráðuneytið veitti á dögunum SAMAN-hópnum 900.000 kr. í styrk fyrir starfsárið 2012. Alþingi ákvað að breyta fyrirkomulagi vegna úthlutunar styrkja og sér hvert ráðuneyti um að ákveða hvaða verkefni og málefni sem tengjast viðkomandi ráðuneyti fái styrk. SAMAN-hópurinn er ekki á föstum fjárlögum og sótti um stuðning vegna verkefnaáætlunar hópsins fyrir árið 2012. 

Styrkurinn er SAMAN-hópnum mikið gleðiefni og er hvatning fyrir hópinn að halda áfram að senda frá sér skýr skilaboð til foreldra varðandi ábyrgð og gildi þess að vera uppalandi. Þess ber að geta að allir styrkir sem hópurinn fær rennur beint í verkefni hópsins en ekki í rekstur skrifstofu eða launakostnað.