Other languages:

SAMAN dagurinn á Akureyri

     

Í gær var SAMAN-dagur haldinn á Akureyri og tókst vel til. Það voru 16 ára unglingar í bæjarvinnunni sem mættu kl. 8.00 í Rósenborg og þar var þeim skipt niður í 3 hópa og við tóku stuttir fyrirlestrar og umræður í framhaldi. Rætt var um unglinga og samkynhneigð, unglinga-kynlíf og áfengi og svo viðhorf unglinga til hlutverka kynjanna.

Mjög áhugavert og fyrirlesararnir Þóroddur, Andrea og Katrín gáfu öll vinnu sína. Um hádegisbil marseraði allur hópurinn niður gilið og þar var SAMAN-sólin hengd upp en 9 krakkar höfðu búið hana til með hjálp Jonnu listakonu. Að því loknu var haldið áfram niður á torg. Þar var grillað og dansað hókípókí, tveir Hvanndalsbræður tóku lagið við mikinn fögnuð og Hlín Bolladóttir nýkjörinn formaður samfélags- og mannréttindaráðs ávarpaði hópinn. Við viljum sérstaklega þakka listakonunni Jonnu og Hvanndalsbræðrum sem einnig gáfu vinnu sína.