Other languages:

Reykjavíkurborg styrkir SAMAN-hópinn

Forvarnar-og framfarasjóður Reykjavíkurborgar hefur styrkt SAMAN-hópinn um 500.000.- vegna átaks um útivistartíma og samveru fjölskyldunnar á Menningarnótt í Reykjavík 2011.

SAMAN-hópurinn hefur um áraraðir beint sjónum foreldra að mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd barna sinna og unglinga í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt og að börn og unglingar séu þar ekki eftirlitslaus.