Rausnarlegur styrkur frá Forvarnarsjóði
SAMAN-hópurinn hefur fengið tilkynningu um styrk frá Forvarnarsjóði að upphæð 1.500.000.- til verkefna hópsins á þessum ári. Forvarnarsjóður starfar í samráði við heilbrigðisráðherra og áfengis-og vímuvarnarráð. Mikill fengur er í þessum styrk fyrir SAMAN-hópinn því hópurinn byggir starf sitt eingöngu á styrkjum og vinnuframlagi þeirra sem í hópnum sitja.
Síðustu tvö ár hafa styrkir til hópsins minnkað og því skiptir hver króna miklu fyrir starf hópsins.