Other languages:

Rausnalegur styrkur Pokasjóðs

í gær, fimmtudaginn 15. júlí, tók Geir Bjarnason, gjaldkeri SAMAN-hópsins við styrk frá Pokasjóði fyrir hönd hópsins. Styrkurnn er rausnalegur eða 2 milljónir króna.

SAMAN-hópurinn metur mikils framlag sjóðsins til verkefna SAMAN-hópsins á sviði forvarna. Pokasjóður hefur verið einn af stærstu styrkveitendum hópsins í gegnum árin og ásamt öðrum gert hópnum kleift að vinna að verkefnum sínum.

Alls bárust 400 umsóknir til Pokasjóðs í ár.