Other languages:

Rausnalegur styrkur frá Pokasjóði

Gjaldkeri SAMAN-hópsins, Geir Bjarnarson, tók í dag við styrk frá Pokasjóði til hópsins. Styrkurinn er rausnalegur eða 1.000.000.- til verkefnisins Foreldrar framhaldsskólanema. Pokasjóður hefur verið einn af dyggustu bakjörlum SAMAN-hópsins og stutt ólík verkefni hópsins.

Verkefninu Foreldrar framhaldsskólanema er ætlað að styðja við framhaldsskólaforeldra í uppeldishlutverki sínu. Mörgum foreldrum þykja skipti unglinga sinna frá grunnskóla og inn í framhaldsskólann stór skref og eru oft á tíðum óöruggir í hlutverki sínu sem leiðandi foreldrar, einkum þegar kemur að því að sleppa ekki taumnum af unga fólkinu. Foreldrafélög hafa verið að vera til við framhaldsskóla og nokkrir foreldrar unnið mikilvægt og gott brautryðjendastarf og auðveldað foreldrum að sinna hlutverki sínu áfram.

Undirbúningur vegna verkefnisins hefst nú á næstu vikum, m.a. er stefnt að samráði og samstarfi við fleiri aðila sem láta sig málin varða. Stefnt er að upphafi verkefnisins nú í haust 2012.