Other languages:

Pokasjóður styrkir SAMAN hópinn veglega

Í dag tóku fulltrúar SAMAN-hópsins, Heiðrún Janusardóttir og Geir Bjarnason, við styrk frá Pokasjóði upp á 3 milljónir króna.Pokasjóður hefur verið dyggur stuðningsaðili hópsins og framlag hans kostað framkvæmd á mörgum þörfum verkefnum. En að þessu sinni styður Pokasjóður okkur vegna Fjölskylduspilastokks.

Marmið SAMAN-hópsins með gerð spilastokksins er að hvetja fjölskyldur til aukinna samvista og koma jákvæðum skilaboðum inn á flest heimili landsmanna þar sem eru börn. Sérhannaður spilastokkur merktur Pokasjóði og þar sem fram koma jákvæð skilaboð til fjölskyldna. Spilastokkur er frábær leið til að ýta undir góð samskipti á heimilum og hvetja fólk til að vera meir saman. Á spilastokknum væru allskonar jákvæð slagorð ásamt lógóum Pokasjóðs og SAMAN, slagorð eins og Pabbi er mín fyrirmynd, foreldrar eru bestir í forvörnum, samvera er forvörn osfr. Líftími spilastokks er langur og ljóst að verkefnið muna lifa lengi. Spilastokknum yrði dreift til ákveðinna aldurshópa s.s. í gegnum skóla til barna í 4.-7. bekk. Ef vel tekst til þá er hægt að halda áfram næsta ár en þá yrði verkefnið minna og aðeins einn árgangur undir.