Other languages:

Orkudrykkir

Síðastliðnar vikur hefur umfjöllum um aukna neyslu svokallaðra orkudrykkja verið áberandi manna á milli sem og í fjölmiðlum. Forvarnaraðilar hafa bent á þessa þróun undanfarið og aukin neysla slíkra drykkja meðal barna og þá sérstaklega unglinga er áhyggjuefni. 

Í Reykjavík hafa deildastjórar unglingastarfs tveggja frístundamiðstöðva í samstarfi við grunnskólana í hverfunum vakið athygli foreldra á aukinni orkudrykkjaneyslu barna og þá sérstaklega unglinga. Í Kópavogi hefur neysla slíkra drykkja verið bönnuð í starfi félagsmiðstöðvanna eins og fram kemur í frétt Morgunblaðsins laugardaginn 10. október sl. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/10/orkudrykkirnir_nu_bannadir_unglingum/

Á vef mbl.is er jafnframt að finna stutta umfjöllun um erindi sem dr. Jack James, gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík hélt á vormánuðum 2009 en hann segir markaðssetningu framleiðenda slíkra drykkja, einkum til unglinga og ungs fólks, jafnast á við markaðsherferðir tóbaksframleiðenda. http://mbl.is/mm/frettir/taekni/2009/03/22/koffin_fyrir_krakka/

Í 3. tölublaði Neytendablaðsins sem kom út nú í október er góð umfjöllum um orkudrykki og m.a. sagt frá því að í ógáti hafi innflutningsaðili límt innihaldslýsingu á íslensku yfir varnaðarorð framleiðandans um að neysla drykksins sé ekki æskileg fyrir fólk undir 18 ára aldri. Þar er jafnframt vísað á umfjöllun Matvælastofnunar þar sem sérstaklega er fjallað um orkudrykki. http://www.mast.is/flytileidir/matvaeli/matvaeli/orkudrykkir

Félag fagfólks í frítímaþjónustu hefur jafnframt áhyggjur af þróun mála og fagnar umfjöllun um málið á sinni heimasíðu www.fagfelag.is

Samanhópurinn hvetur foreldra og aðra til að kynna sér málið og ræða við börn sín og unglinga ef ástæða þykir.