Other languages:

Nýr fulltrúi Borgarbyggðar í SAMAN-hópnum

Fulltrúaskipti verða nú í maí í SAMAN-hópnum þegar Halldór Gunnarsson, félagsráðgjafi, sem verið hefur fulltrúi Borgarbyggðar í hópnum hverfur til annarra starfa og hættir því í SAMAN-hópnum. Við sæti hans sem fulltrúa Borgarbyggðar tekur Inga Vildís Bjarnadóttir, forvarnarfulltrúi.

SAMAN-hópurinn þakkar Halldóri vel unnin störf í þágu hópsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi um leið og Inga Vildís er boðin velkomin í SAMAN-hópinn.