Other languages:

Nýir fulltrúar í SAMAN-hópnum

Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir, sérfræðingur á stjórnsýslusviði embættis ríkislögreglustjóra, er nýr fulltrúi Ríkislögreglustjóra í SAMAN-hópnum. Hún tekur við sæti Guðbjargar S. Bergsdóttur sem er á leið í leyfi frá störfum. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslumála hjá Biskupsstofu, er nýr fulltrúi Þjóðkirkjunnar í SAMAN-hópnum. Hann tekur við af Þorvaldi Víðissyni sem starfaði um árabil með hópnum.

Hópurinn býður Katrínu og Halldór velkomin í SAMAN-hópinn og þakkar um leið þeim Guðbjörgu og Þorvaldi ánægjulegt samstarf á liðnum árum.