Other languages:

Neytendavernd og markaðssókn til barna og unglinga

Á fundi SAMAN-hópsins mánudaginn 3. október sl. kynnti Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, leiðbeiningarreglur sem hún hefur unnið í samstarfið við Gísla Tryggvason, talsmanns neytenda. Leiðbeiningarnar snúa að almennum leiðbeiningum, hollustu, markaðssókn og skólum og æskulýðsstarfsemi.Góðar umræður spunnust í SAMAN-hópnum í kjölfarið. Erindið má nálgast hér og jafnframt er hægt að nálgast frekari upplýsingar og reglugerðina í heild sinni á síðu Umboðsmanns barna.