Other languages:

Markmið Samanhópsins og Útivistarreglur

Markmið á mörgum tungumálum

Paola Cardenas, fulltrúi RKÍ í Samanhópnum, vinnur um þessar mundir að því að fá markmið Samanhópsins og útivistarreglurnar þýddar á önnur tungumál en íslensku. Upplýsingarnar munu birtast undir hlekknum Other languages hér til vinstri á síðunni eftir því sem þær verða tilbúnar. Vegna tæknilegra takmarkana heimasíðuforritsins virðast þýðingarnar þó ekki skila sér að fullu inn í réttum texta. Verið er að vinna að því að kippa því í liðinn og biðjum við lesendur að taka viljann fyrir verkið þangað til.