Other languages:

Lýðheilsusjóður styrkir SAMAN-hópinn

Stjórn Lýðheilsusjóðs hefur úthlutað styrkjum úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2012. Lýðheilsusjóður, áður forvarnasjóður hefur stutt við bak SAMAN-hópsins síðustu ár.

Í ár hlaut SAMAN-hópurinn 1.000.000 kr. til að framkvæma verkefnaáætlun hópsins fyrir árin 2012 og 2013. Í verkefnaáætlun hópsins eru ýmis verkefni sem tengjast forvörnum á landsvísu eins og kynning á útivistartíma barna, upplýsingar til foreldra varðandi það að eiga barn í framhaldsskóla og átak til að hvetja til samverustunda fjölskyldna á sumrin.