List undir áhrifum SAMAN
Fjölmörg sveitarfélög taka þátt í sumarátaki SAMAN-hópsins enda geta allir staðið saman um markmið þess. Hafnfirðingar hengdu upp sólirnar í sumarátakinu í ár á aðalgötu bæjarins í miðbænum. Bæjarstjórinn sagði að það veitti ekki af því að hafa fleiri sólir skínandi þessa dagana og gaf góðfúslega leyfi fyrir að hengja þær upp.
Unglingarnir sem vinna í sérstökum útilistahópi – graffitíhóp fengu síðan að mála á áberandi vegg í miðbænum, þeirra eigin útgáfu af sól SAMAN-hópsins.
Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi