Other languages:

Læknar fjalla um forvarnir gegn tóbaksnotkun

Læknafélag Íslands hélt Tóbaksvarnarþing 2011 sl. föstudag. Þingið var fyrst haldið árið 2009 og sendu læknasamtökin þá frá sér afar skýr skilaboð um tóbak sem eina stærstu ógn við heilsufar á vesturlöndum. Samþykkt var að halda aftur þing að 2 árum liðnum og taka stöðuna þá. Ýmislegt hefur áunnist á stuttum tíma hér og í öðrum löndum.  Stöðugt fækkar reykingafólki og réttur þeirra sem ekki reykja eykst með hertri löggjöf.

Á þessu þingi var m.a. til umfjöllunar óafgreitt frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um frekari tóbaksvarnir og stuðningur við það.  Frumvarpinu er ætlað  að minnka mögulegt aðgengi barna- og unglinga, draga úr frekari nýliðun tóbaksnotenda og auka enn frekar rétt þeirra sem reykja ekki. Ályktanir Tóbaksvarnaþingsins má finna á heimasíðu læknafélagsins