Other languages:

Kæru foreldrar barna og unglinga

Kæru foreldrar.

Okkur hafa borist margar spurningar varðandi nokkra viðburði sem markaðssettir eru fyrir unglinga allt niður í 13 ára aldur. Þetta eru tónleikar og dansleikir sem haldnir verða á næstunni. Foreldrar hafa verið að hringja og lýsa yfir áhyggjum sínum og vilja vita hvort að þetta séu viðburðir sem að félagsmiðstöðvarnar halda eða séu samstarfsaðilar að en svo er ekki. Þessir viðburðir eru haldnir af einkaaðilum og vill SAMAN hópurinn hvetja alla foreldra til að kynna sér þessa viðburði og taka spjall við börnin sín.

Miðað við spurningar foreldra sem okkur hafa borist eru hér nokkrir viðburðir sem vert er að skoða:

Haldið í Reykjavík

http://www.secretsolstice.is/

Haldið í Reykjanesbæ

https://www.facebook.com/events/1416151275329183/?ref_dashboard_filter=upcoming&suggestsessionid=e254cc6512b67434f1cdaa75c1204a12

Haldið í Hafnarfirði

https://www.facebook.com/events/287460811429965/?fref=ts