Other languages:

Jákvæð skilaboð til foreldra í Færeyjum

Árið 2012 fékk SAMAN-hópurinn góða gesti frá Færeyjum en þar voru á ferð fulltrúar Barnaverndarstofu Færeyja. Í ferð sinni heimsóttu þau jafnframt Barnaverndarstofu. Fulltrúar SAMAN-hópsins kynntu fyrir þessum góðu grönnum starf hópsins frá upphafi, markmið hópsins og leiðir og helstu verkefni sem unnin hafa verið síðustu ár. Mikil ánægja var af beggja hálfu með spjallið.

Nú nýverið barst SAMAN-hópnum góð kveðja frá þessum fyrrum gestum ásamt mynd af auglýsingu frá SSP, þverfaglegs verkefnis þeirra sem starfa með börnum og unglingum. Og boðskapinn á myndinni þekkja flestir sem fylgst hafa með auglýsingum SAMAN-hópsins í gegnum árin.