Other languages:

Íslenskir unglingar reykja minnst í Evrópu

Það voru ánægjulegar fréttir sem bárust í fréttatilkynningu Háskólans á Akureyri þar sem niðurstöðum úr alþjóðlegri rannsókn ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Drugs). Þar kemur fram að íslenskir unglingar reykja minnst allra unglinga í Evrópu.

Í fréttatilkynningunni segir jafnframt að mikið hafi dregið úr tóbaksreykingum íslenskra unglinga á síðustu sextán árum. Er það að öllum líkindum því að þakka að aðgengi íslenskra unglinga að sígarettum hefur minnkað mikið en viðhorf þeirra til skaðsemi reykinga hafa hins vegar tiltölulega lítið breyst á þessu tímabili. Samantekt Háskólans á Akureyri má nálgast hér.