Other languages:

Inn á slaginu!

Þann 1.september síðastliðinn breyttist útivistartími barna og unglinga. Á skólatíma (frá 1.september til 1.maí) mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti eftir kl. 20 og unglingar 13-16 ára mega ekki vera úti eftir kl. 22. Unglingar eru þó undanþegnir reglunum ef þeir eru á beinni heimleið af viðurkenndri skóla,- æskulýðs- eða íþróttasamkomu. Foreldrum er þó í sjálfsvald sett að stytta útivistartíma barna sinna frekar og fylgja þannig eigin sannfæringu og þörfum fjölskyldunnar.

Samanhópurinn hefur haft það að markmiði frá upphafi starfs síns að minna foreldra á þessi skil á sumri og hausti og hvetur foreldra til að vera samtaka og veita börnum sínum og unglingum aðhald varðandi útivistartímann með hag barnanna að leiðarljósi.