Other languages:

Hvatningarorð SAMAN hópsins

 

SAMAN-hópurinn hvetur til þess að ríkið verði áfram með einkasölu á áfengi

SAMAN-hópurinn lýsir yfir andstöðu sinni við framkomnar tillögur að breytingum á áfengislögum þar sem til stendur að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á sölu áfengis og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum.

Rannsóknir hafa sýnt að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu[1] með neikvæðum afleiðingum á líf barna og ungmenna, beint og óbeint.[2]

Forvarnarstarf undanfarinna ára hefur skilað miklum árangri sem birtist í minnkandi áfengisneyslu barna og ungmenna.[3] SAMAN-hópurinn telur aukið aðgengi að áfengi vera skref aftur á bak í vernd barna gegn óæskilegum áhrifum áfengisneyslu.

Hlutverk SAMAN-hópsins er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu með jákvæðum skilaboðum og stuðla þannig að vímuvarnaforvörnum


[1] Hildigunnur Ólafsdóttir, 2014 http://naumattum.is/doc/2878

[2] Áfengi - engin venjuleg neysluvara. Samantekt úr bókinni „Alcohol: No Ordinary Commodity – Research and Public Policy“. Lýðheilsustöð, 2005. http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item10424/Afengi_engin_venjuleg.pdf.

[3] Vímuefnanotkun unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi. Þróun frá 1997 til 2013. Rannsóknir og greining 2013. http://www.rannsoknir.is/media/rg/skjol/Throun-vimuefnaneyslu-ungmenna-a-Islandi-1997-til-2013-L.pdf.