Other languages:

Hvatningarbréf sent á allar sveitarstjórnir á Íslandi

Ágæti viðtakandi!Í því efnahagsástandi sem nú ríkir er ljóst að ríki og sveitarfélög, einstaklingar og fyrirtæki þurfa að draga úr útgjöldum og minnka kostnað.Við í SAMAN hópnum höfum áhyggjur af því að niðurskurðurinn eigi eftir að bitna á börnum og unglingum til framtíðar og sérstaklega nú í sumar. Með þessu bréfi viljum við í SAMAN hópnum hvetja stjórnendur sveitarfélaga sem þurfa að forgangsraða verkefnum vegna efnahagsástandsins, að hafa í huga mikilvægi menntunar, frístunda og forvarna fyrir félagslega virkni barna og unglinga.Í Finnlandi gerðu ríki og sveitarfélög þau afdrifaríku mistök í kjölfar kreppunnar sem þar ríkti á tíunda áratugnum að huga ekki sérstaklega að börnum og fjölskyldum við forgangsröðun verkefna. Rannsóknir hafa sýnt að í dag súpa þeir seyðið af því með vaxandi útgjöldum á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Mikilvægt er að allir unglingar eigi kost á störfum í sumar og börn og ungmenni hafi aðgang að íþrótta- og tómstundarstarfi við hæfi. Til að koma í veg fyrir að börn og unglingar séu í reiðuleysi og hafi lítið fyrir stafni viljum við hvetja sveitarfélög til að nýta þau mannvirki og mannafla sem til staðar eru til að koma til móts við þennan hóp. Til dæmis með því að bjóða upp á frítt í sund á morgnana, hafa gjaldfrjálsar íþróttaæfingar og aukið aðgengi að félagsmiðstöðvum. Útfærsla veltur á aðstæðum á hverjum stað. Við vitum að sveitarfélög leggja metnað sinn í að skapa íbúum sínum fjölskylduvænt umhverfi. Sameiginlegur hagur okkar allra er að huga sérstaklega að þörfum barna og ungmenna og leggja með því grunn að góðri framtíð. Með góðum kveðjum og þakklæti fyrir allt í ykkar góða starf, f.h. SAMAN-hópsins Arnfríður Valdimarsdóttir [email protected] Marta Hreiðarsdóttir [email protected] Þorsteinn Sveinsson [email protected] Þorvaldur Víðisson [email protected]