Other languages:

Hvatning vegna bæjar- og útihátíða

Eitt af verkefnum SAMAN-hópsins í sumar er að hvetja sveitastjórnir um landið allt til að leggja SAMAN-hópnum lið með jákvæðum skilaboðum og stuðningi við foreldrahlutverkið. Í því skyni sendi hópurinn öllum sveitarstjórnum hvatningabréf þar sem tíundað er mikilvægi þess að foreldrar verji tíma með börnum sínum og unglingum. Jafnframt eru sveitarfélög sem standa fyrir bæjar- og útíhátíðum hvött til að huga að aldurstakmörkum, lögum um útivistartíma og heill barna og fjölskyldna.

Bréfið má nálgast hér.