Other languages:

Hvatning í anda SAMAN til foreldra í Færeyjum

SAMAN-hópurinn tók á móti frændum okkar frá Þórshöfn í Færeyjum á síðasta ári. Hópurinn var hér á landi til að kynna sér starfsemi barnaverndar og aðra starfsemi á sviði forvarna. Fulltrúar SAMAN-hópsins átti gott spjall við hópinn og kynnti sögu og starfsemi SAMAN-hópsins, helstu verkefni og hugmyndafræði.

Á heimasíðu Þórshafnar er að finna frétt frá SSP, sem er samstarfverkefni lögreglu, félagsmálayfirvalda og skóla á sviði forvarna, sem er í anda þeirra skilaboða sem SAMAN-hópurinn hefur sent frá sér undanfarin ár. Tilefnið er Ólafsvaka og foreldrar eru hvattir til að safna góðum minningum með börnum sínum.

SAMAN-hópurinn hlakkar til að fylgjast með áframhaldandi starfi SSP í Þórshöfn.