Other languages:

Heimsókn frá Færeyjum

SAMAN-hópurinn fékk sl. miðvikudag góða gesti í heimsókn. Starfsfólk hjá Barnarverndarstofu í Færeyjum sem er í vettvangsferð á Íslandi hafði óskað eftir að fá kynningu á starfi SAMAN-hópsins og tóku fulltrúar SAMAN-hópsins á móti þeim. Góðar umræður spunnust um forvarnir, stuðning við foreldra, aðstæður barna og unglinga og hvað væri líkt og ólíkt í forvarnarstarfi á Íslandi og Færeyjum.

Það var dýrmætt fyrir fulltrúa SAMAN-hópsins að heyra jafnframt af forvarnarstarfi kollega okkar í Færeyjum.