Other languages:

Haltu áfram að vera foreldri

Samráðshópur um forvarnir hjá Reykjavíkurborg hefur í samvinnu við Rannsóknir og greiningu unnið bækling um þróun vímuefnaneyslu frá lok grunnskóla til fyrstu annar í framhaldsskóla. Þar gefur að líta nokkuð sláandi upplýsingar sem allir foreldrar ættu að gefa gaum.  Hópurinn fékk til liðs við sig einn unglingafulltrúa og forvarnafulltrúa eins framhaldsskóla, en fyrst og fremst er um staðreyndir að ræða sem finna má í rannsóknum - s.s. mikilvægi foreldra, samstarfs og samstöðu foreldra.

Foreldrar barna í Reykjavík sem fædd eru 1994, hafa fengið bækling þennan sendan heim en hann verður einnig aðgengilegur á rafrænu formi inn á heimasíðunni Reykjavíkurborgar .

Bækling Samstarfshópsins má finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar