Other languages:

Hafnarfjarðarbær styrkir SAMAN-hópinn

Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt styrkumsókn SAMAN-hópsins og mun sveitarfélagið styrkja hópinn um 50 þúsund krónur. Styrkur sveitarfélaganna er SAMAN-hópnum mikilvægur því hópurinn starfar eingöngu fyrir fé sem fengið er með styrkjum. Allir styrkir til hópsins renna óskiptir til verkefna hópsins en vinnuframlag kemur frá þeim sem eru aðilar að hópnum. Það voru því nokkur vonbrigði hjá SAMAN-hópnum að styrkumsókn þeirra í Pokasjóð árið 2011 skyldi ekki vera samþykkt en Pokasjóður hefur verið sterkur bakjarl starfsins síðustu ár. SAMAN-hópurinn þakkar Pokasjóði þó rausnarlega styrki á liðnum árum sem hafa gert hópnum kleift að hvetja foreldra til dáða með jákvæðum skilaboðum um mikilvægi samverustunda og stuðnings foreldra.