Other languages:

Grindvíkingar í SAMAN-hópinn

SAMAN-hópnum barst ánægjulegt erindi frá frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar. Þar er hvatt til þess að Grindavíkurbær gerist aðili að SAMAN-hópnum með það að markmiði að efla tengslanet og aðgengi að fræðsluefni til forvarna. SAMAN-hópurinn býður Grindvíkinga velkomna í hópinn og hlakkar til samstarfsins.

Tillagan var samþykkt af bæjarráði og jafnframt var samþykkt að veita 50.000 styrk til verkefnisins.