Other languages:

Góðir gestir frá Lettlandi

 

Undanfarin ár hafa fulltrúar SAMAN-hópsins kynnt starf hópsins fyrir áhugasömum, jafnt innanlands sem utan. Á síðasta ári heimsótti hópur fólks frá Færeyjum landið heim og áttu fulltrúar SAMAN-hópsins góðan fund með þeim þar sem starf hópsins og helstu verkefni var kynnt. Í dag tók Eygló Rúnarsdóttir, einn af talsmönnum SAMAN-hópsins, svo á móti góðum gestum frá Lettlandi. Þau Elina og Krisjanis eru í heimsókn á Íslandi til að kynna sér ólíkar leiðir í forvarnarstarfi og höfðu heyrt af starfi hópsins í gegnum tengslanet sitt.

Eygló kynnti sögu hópsins, starfsaðferðir og helstu verkefni liðinna ára og átti við þau gott spjall um stöðu forvarnarmála í löndunum tveimur, samtakamátt forvarnaraðila og mikilvægi jákvæðrar nálgunar og fyrsta stigs forvarna.

Þau Elina og Krisjanis voru ánægð með mótttökurnar og ætla að kynna sér enn frekar forvarnarstarf á Íslandi í framhaldinu og hafa m.a. líst yfir áhuga á að heimsækja félagasamtök og opinera aðila sem vinna á sviði forvarna í næstu heimsókn þeirra til landsins, jafnvel með frekara samstarf í huga.