Other languages:

Gervimunntóbak ekki æskilegt fyrir börn og unglinga

SAMAN-hópnum barst afrit af bréfi sem sent hefur verið til foreldra, skóla og félagsmiðstöðva í Hafnarfirði vegna markaðssetningar og sölu á gervimunntóbaki. Þar segir m.a. að

 „efnið sé gert  of aðgengilegt fyrir börn og hvetji börn til að prófa það og finna einhver áhrif eða komast jafnvel í vímu. Slíkt getur ýtt undir áhættuhegðun og næst verði eitthvert annað efni prófað til að finna enn meiri áhrif. Börnin okkar þjást ekki af vítamínskorti og þessi leið er varla vænleg til að tryggja það að börnin innbyrði meira af vítamínum.  Sænskir tannlæknar eru lítt hrifnir af svona vörum ... og telja að það hafi neikvæð áhrif á tannheilsu.  Í Svíþjóð er mælt með að efnið sé ekki selt yngri en 18 ára.

Bréfið í heild sinni má nálgast hér.