Other languages:

Garðabær styður við SAMAN-hópinn

Árinu 2012 lauk vel hjá SAMAN-hópnum því að heimasíða og aðventuskilaboð hópsins hafa fengið lof úr ýmsum áttum auk þess að sveitarfélagið Garðabær styrkti samtökin um 100 þúsund vegna verkefnadagskrár 2012.

Garðabær á einnig fulltrúa í hópnum sem frá áramótum er einnig fulltrúi fyrir nýja íbúa Garðabæjar sem áður bjuggu á Álftanesi. Fyrrum fulltrúa Álftaness, Birni Árna Ólafssyni, þakkar SAMAN-hópurinn samfylgdina.