Other languages:

Fyrsta ölvunin

Rannsóknir og greining hafa tekið saman skýrsluna Fyrsta ölvunin en í henni eru teknar saman niðurstöður nokkurra þátta úr rannsóknunum Ungt fólk - Framhaldsskólar. Markmið skýrslunnar er að kortleggja breytingar sem verður á tíðni ölvunardrykkju unglnga frá síðari hluta 10. bekkjar og fram til upphafs 1. árs í framhaldsskóla, að skoða aukningu á tíðni ölvunardrykkju eftir árgöngum innan framhaldsskólans og að skoða ofan í kjölinn þá þætt sem tengjast ölvunardrykkju meðal framhaldsskólanema.

Skýrsluhöfundar gera tíðni unglingadrykkju, tímabil fyrstu ölvunar, aðstæður fyrstu ölvunar, félagslegt samhengi fyrstu ölvunar, aðengi að áfengi við fyrstu ölvun og félagsskap við fyrstu ölvun að umfjöllunarefni. Þar kemur m.a. fram að unga fólkið er í miklum meirihluta sammála því að hafa verið fyrirfram búin að ákveða að verða ölvuð áður en að því kom, að flestir sem verða ölvaðir í fyrsta skipti fengu áfengi hjá vinum sínum og verið með vinum sínum úr skólanum þegar þeir urðu fyrst ölvaðir.

Skýrsluna má nálgast hér