Other languages:

Fulltrúaskipti í SAMAN-hópnum

Þrír nýir fulltrúar tóku sæti í SAMAN-hópnum á fundi hópsins á Akureyri. Björn Rúnar Egilsson tekur tímabundið við sæti Sólveigar Karlsdóttur sem fulltrúi Heimilis og skóla, Ingibjörg Guðmundsdóttir tekur við sæti Sveinbjörns Kristjánssonar sem fulltrúi Embættis landlæknis og Ingibjörg Sigurþórsdóttir tekur við tímabundið við sæti Guðrúnar Höllu Jónsdóttur sem fulltrúi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

SAMAN-hópurinn þakkar Sveinbirni samtarfið í hópnum síðustu ár og óskar honum velfarnaðar í nýjum verkefnum hjá Embætti landlæknis. Guðrúnu Höllu og Sólveigu er jafnframt óskað velfarnaðar í sínum verkefnum og nýir fulltrúar eru boðnir hjartanlega velkomnir til starfa fyrir SAMAN-hópinn.