Other languages:

Fulltrúaskipti í SAMAN-hópnum

Á fundi SAMAN-hópsins þann 3. september síðast liðinn urðu fulltrúaskipti í hópnum. Þá tók Ingibjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, við sæti Guðrúnar Höllu Jónsdóttur, félagsráðgjafa, sem fulltrúi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og þjónustumiðstöðva.Ingibjörg hefur áður setið í hópnum og unnið að mörgum verkefnum hans og er hún boðin velkomin í hópinn. Guðrúnu Höllu eru þökkuð störf í þágu hópsins og óskað velfarnaðar í sínum verkefnum.