Other languages:

Fulltrúaskipti í SAMAN-hópnum

Nokkrar breytingar eru á fulltrúum í SAMAN-hópnum nú um þessar mundir. Eygló Tómasdóttir sem setið hefur í hópnum fyrir hönd Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fer í leyfi og við sæti hennar tekur Elín Gunnarsdóttir. Aðalsteinn Gunnarsson kemur aftur í hópinn fyrir hönd IOGT og sömuleiðis Margrét Júlía Rafnsdóttir hjá Barnaheillum sem tekur við sæti Margrétar Lindar Ólafsdóttur. Sólberg Svanur Bjarnason hjá Ríkislögreglustjóra kveður einnig hópinn núna og við sæti hans tekur Þórdís Rún Þórisdóttir. Gentiana Collaku hefur jafnframt sagt skilið við hópinn fyrir hönd Rauða krossins en Paola Cardenas, sem áður sat í SAMAN-hópnum, er komin í hópinn aftur.

SAMAN-hópurinn þakkar öllum þeim sem nú hverfa til annarra verkefna samstarfið og býður nýja fulltrúa og eldri fulltrúa sem koma nú aftur, velkomna til starfa.