Other languages:

Fulltrúaskipti Barnaheilla

Fulltrúaskipti urðu af hálfu Barnaheilla í SAMAN-hópnum nú í lok marsmánaðar. Þóra Jónsdóttir tók þá við sæti Margrétar Júlíu Rafnsdóttur í hópnum en Margrét hefur setið í hópnum til nokkurra ára.

Við í SAMAN-hópnum bjóðum Þóru velkomna til starfa fyrir hópinn um leið og við þökkum Margréti Júlíu samveru og samstarf á liðnum árum og óskum henni velfarnaðar í öðrum verkefnum.