Other languages:

Framhaldsskólinn og forvarnarstarf

Framhaldsskólaaldurinn og áfengis- og vímuefnaneysla framhaldsskólanema hefur verið til sérstakrar umræðu hjá SAMAN-hópnum síðast liðin ár og ekki af ástæðulausu. Niðurstöður kannana sýna að sá góði árangur sem náðst hefur við að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu grunnskólanema niður í vart mælanlega neyslu missir töluverðan mátt þegar framhaldsskólagangan hefst.

Umræðan fer víða. Í foreldrafélögum framhaldsskólanna er málið rætt, hópur um heilsueflingu og forvarnir í framhaldsskólum er með málið á dagskrá og hópur nemenda í framhaldsskólum hefur jafnframt áhyggjur af stöðu mála. Meðfylgjandi grein birtist á vef Menntaskólans á Akureyri nú fyrir skemmstu þar sem fjallað er um ábyrgð hinna fullorðnu. SAMAN-hópurinn tekur sér það bessaleyfi að vísa hér til greinarinnar enda í henni góður og sterkur boðskapur sem samrýmist markmiðum hópsins.