Other languages:

Fræðslubrunnur

Eitt meginmarkmið Samanhópsins frá upphafi hefur verið að styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu. Nú hefur Samanhópurinn sett á heimasíðuna Fræðslubrunn sem er liður í þeim stuðningi við foreldra.Markmið með Fræðslubrunninum er að þar geti foreldrar og aðrir uppalendur nálgast svör við spurningum sem á þeim brenna varðandi uppeldishlutverkið. Markmiðið er að bæta jafnt og þétt í brunninn en þar er nú að finna stutta umfjöllun um nokkur viðfangsefni ásamt hlekkjum á heimasíður og upplýsingasíður þar sem nánari upplýsingar er að finna. Samanhópurinn hvetur alla til að leggja í fræðslubrunninn og senda ábendingar til hópsins um efni sem þangað á erindi á [email protected]