Other languages:

Forvarnardagurinn 5. október 2011

Forvarnardagurinn er haldinn í dag, fimmta árið í röð. Fyrsti forvarnardagurinn var haldinn fyrir tilstuðlan forsetaembættisins árið 2007 og hefur verið árviss viðburður síðan. Hugmyndafræði forvarnardagsins liggur í rannsóknum sem sýna mikilvægi foreldra í forvörnum og mikilvægi þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.  Allar upplýsingar um daginn og meira til er að finna á heimasíðu forvarnardagsins.